Úthlutun 1998

Umhverfissjóður verslunarinnar úthlutaði þriðja sinni þann 11. júní s.l. og fór úthlutunin fram í Símamannalundi í Heiðmörk. Úthlutað var rúmlega 25 milljónum og skiptist fjárhæðin á milli 23 aðila víðs vegar um landið. 133 umsóknir bárust til sjóðsins og nam samanlögð upphæð umsókna 147 milljónum.

Umhverfissjóður verslunarinnar hefur á síðustu þremur árum úthlutað um það bil 70 milljónum til umhverfismála. Stærstu einstöku styrktaraðilarnir eru Húsgull sem hefur hlotið alls 15 milljónir til framkvæmda á Hólasandi. Þá hefur Skógræktarfélag Íslands og einstök aðildarfélög hlotið samtals 17 milljónir til skógræktarstarfa. Þessir peningar hafa allir runnið til skógræktarfélaga um land allt.

 

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr Umhverfissjóði verslunarinnar 1998 og var úthlutað 25.100.000 kr.
 

  • Kvenfélagið Iðja – 150.000 kr.
    Til að koma upp útivistarsvæði í Ásdísarlundi í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu.
     
  • Litlu græningjarnir – 200.000 kr.
    Til að byggja upp útivistarsvæði við Reykjaskóla í Hrútafirði.
     
  • Guðbrandur Jónsson – 300.000 kr.
    Til að vinna að rannsóknum á söfnun, vinnslu og dreifingu á náttúrulegum úrgangi.
  • Skógræktarfélag Borgarfjarðar – 300.000 kr.
    Til að endurbyggja Daníelslund við Svignaskarð.
     
  • Ungmennasamband Borgarfjarðar – 350.000 kr.
    Fyrirhugað er að varða, merkja og endurbæta verslunar- og þjóðleið um Skarðsheiði.
     
  • Skógræktarfélag Suðurnesja – 500.000 kr.
    til skógræktar á Suðurnesjum.
     
  • Ferðamálasamtök á Suðurnesjum – 500.000 kr.
    Til að merkja upp og leggja gönguleiðir á Suðurnesjum.
     
  • SÁÁ – 500.000 kr.
    Til skógræktar við meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi.
     
  • Sjálfsbjörg – 500.000 kr.
    Til uppbyggingar á útivistarsvæði í landi Vatnsenda við Elliðavatn.
     
  • Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar – 500.000 kr.
    Til að gera gönguleiðakort og merkja gönguleiðir á landssvæðinu Hraunum sem er vestan og sunnan Straumsvíkur.
     
  • Ferðamálahópur Borgarfirði Eystri – 500.000 kr.
    Til að gera gönguleiðir á Borgarfjarðarsvæðinu.
     
  • Samstarfshópur um gönguleiðir í Austur Skaftafellssýslu – 500.000 kr.
    Til að leggja gönguleiðir í sýslunni.
     
  • Bandalag íslenskra skáta – 500.000 kr.
    Til gera kennslubók um umhverfismál fyrir börn og unglinga.
     
  • Magnús Magnússon – 500.000 kr.
    Til að framleiða og dreifa heimildarmyndum um umhverfismál.
     
  • Ferðaþjónustan í Þórsmörk – 1.000.000 kr.
    Til að lagfæra og byggja upp göngustíga á milli Húsadals og Langadals. Aðilar að samstarfsnefnd ferðaþjónustuaðila í Þórsmörk eru meðal annarra Ferðafélag Íslands, Útivist og Skógrækt Ríkisins.
     
  • Landssamband hestamannafélaga – 1.000.000 kr.
    Til að gefa út bækling og leiðbeiningar fyrir ferðamenn sem fara á hestum um hálendið.
     
  • Ferðafélag fljótsdalshéraðs – 1.000.000 kr.
    Til að byggja gistiskála á Borgarfjarðarsvæðinu.
     
  • Ferðafélag Íslands – 1.350.000 kr.
    Til bæta umgengni og umhirðu á gönguleiðinni á milli Landmannalauga og Þórsmerkur (Laugaveginum) og grisjunar í landi Heiðmerkur.
     
  • Landvernd – 2.000.000 kr.
    Til uppbyggingar fræðslusetursins Alviðru í Grímsnesi. Alviðra er í eigu Landverndar og er fyrirhugað að nota féð til uppbygginar á svæðinu samkvæmt samþykktu skipulagi jarðanna Alviðru og Öndverðarness.
     
  • Áhugamannahópur um endurgerð Múlakotsgarðs – 2.000.000 kr.
    Til að byggja upp svonefndan Guðbjargargarð en byrjað var að gróðursetja í honum fyrir um það bil 100 árum síðan. Þessi garður er einn elsti skógarlundur á Íslandi.
     
  • Plús Film – 2.000.000 kr.
    Til að gera heimildarmynd um umhverfismál
     
  • Skógræktarfélags Íslands – 4.000.000 kr.
    Til uppbyggingar skógræktar hjá aðildarfélögum sínum um land allt. Að auki fá þau skógræktarfélög sem minnst er á að framan samtals 800 þúsund. Sjóðurinn úthlutar í ár því alls 4,8 milljónum til skógræktarfélaga.
     
  • Húsgull á Húsavík – 5.000.000 kr.
    Félagið vinnur að uppgræðslu á Hólasandi. Hólasandur er um 13.000 hektara eyðimörk norðan Mývatns og er talið að hún sé af mannavöldum. 

    Árið 1994 var hafin uppgræðsla af hálfu Húsgulls á Hólasandi en þetta er samvinnuverkefni áhugafólks, landeigenda, fyrirtækja, sveitarfélaga, Landgræðslu og Skógræktar ríkisins.
     

Samtals 25.100.000 kr.