Úthlutun 1996

8. júní 1996 úthlutaði Umhverfissjóður verslunarinnar fé til umhverfismála í fyrsta skipti og fór úthlutunin fram í landi Fuglaverndunarfélags Íslands og Eyrarbakka. Úthlutað var 21,7 milljónum króna og runnu peningarnir til 15 aðila víðs vegar um landið. Verkefnin sem hlutu styrki eru afar fjölbreytt og ná meðal annars til hreinsunar, skógræktar, fræðslu og fuglaverndar. Að baki þessum 15 aðilum stendur stór hluti þjóðarinnar, enda eru á meðal styrkþega mjög öflug og sterk félög sem sinna umhverfisvernd og uppgræðslu.

 
1996.jpg

Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr Umhverfissjóði verslunarinnar 1996 og var úthlutað 21.700.000 kr.

 

  • Kvenfélagið Iðja – 150.000 kr.
    Til að koma upp útivistarsvæði í Ásdísarlundi í Miðfirði, V-Húnavatnssýslu. 
     

  • Skaftárhreppur  – 300.000 kr. 
    Til að gera gönguleiðir við Laka og Fagrafoss í samvinnu við sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd og Náttúruverndarráð. 
     
  • Kvenfélag Ljósvetninga – 300.000 kr. 
    Til að bæta aðstöðu ferðafólks við Goðafoss.
     
  • Skjólskógar Þingeyri – 300.000 kr.
    Skjólskógar, sem er samstarfsverkefni skógræktarfélaganna í Dýrafirði og Önundarfirði, fengu 300.000 krónur. Verkefni þeirra miðaði að rannsóknum og undirbúningsvinnu varðandi skjólbelta- og fjölnytjaskógrækt á félagssvæðum skógræktarfélaganna. 
     
  • Skógræktarfélag Austurlands – 300.000 kr.
    Til að bæta aðgengi að Eyjólfsstaðaskógi á Héraði.
     
  • Útivist – 350.000 kr.
    Ferðafélagið Útivist fékk 350.000 krónur til að breyta farvegi Krossár til fyrra horfs, en hún hafði undanfarið breytt farvegi sínum og skapað hættu fyrir náttúrulegan gróður og tjaldstæði við hlíðar Goðalands. 
     
  • Sólheimar í Grímsnesi – 500.000 kr.
    Sólheimar í Grímsnesi fengu 500.000 krónur til að rækta skjólbelti og skógarlundi til að skýla byggðinni á Sólheimum og prýða hana. Skógrækt hefur verið stunduð á Sólheimum í áratugi en markviss skjólbeltarækt er ný af nálinni. 
     
  • N-Atlantshafslaxsjóðurinn – 500.000 kr.
    Til verndunar villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi. Verkefnið er unnið í samstarfi við ríki sem liggja að Atlantshafi. 
     
  • Skógræktarfélag Eyfirðinga – 500.000 kr.
    Til skógræktar og friðunar í landi Hálsa í Eyjafjarðarsveit. 
     
  • Hagavatnssamtökin – 1.000.000 kr.
    Hagavatnssamtökin fengu eina milljón króna til hækkunar yfirborðs Hagavatns. 
     
  • Ari Trausti Guðmundsson – 1.000.000 kr. 
    Til að gera sjónvarpsþætti um umhverfismál. 
     
  • Fuglaverndarfélag Íslands – 1.500.000 kr.
    Fuglaverndunarfélag Íslands hlaut 1,5 milljónir króna til verkefnis sem miðaði að koma á fót friðlandi fyrir fugla með endurheimt votlendis í landi Eyrarbakkahrepps við bakka Ölfusár. 
     
  • Ungmennafélag Íslands – 5.000.000 kr.
    Til verkefnisins „Flöggum hreinu landi 17. júní". 
     
  • Húsgull – 5.000.000 kr.
    Félagið vinnur að uppgræðslu á Hólasandi. 
     
  • Skógræktarfélag Íslands 5.000.000.-
    Skógræktarfélag Íslands fékk 5.000.000.- til uppbyggingar skógræktar hjá aðildarfélögum sínum um land allt. 
     

Samtals 21.700.000 kr.